Return   Facebook

The Universal House of Justice

Ridván 2009

To the Bahá’ís of the World

Dearly loved Friends,

Fyrir aðeins þremur árum lögðum við þá áskorun fyrir bahá‘í heimssamfélagið að fullnýta aðgerðarammann sem var orðinn svo skýrt mótaður undir lok síðustu heimsáætlunar. Eins og við höfðum vonað voru viðbrögðin tafarlaus. Hvarvetna byrjuðu vinirnir af miklum krafti að vinna að því markmiði að hefja markvissar vaxtaáætlanir í minnst 1500 umdæmum um allan heim og fjöldi slíkra áætlana fór fljótt vaxandi. Þá gat engan rennt grun í þá djúptæku umbreytingu sem Drottinn allsherjar hafði í órannsakanlegri visku sinni fyrirhugað samfélagi sínu á svo skömmum tíma. Hve stefnufast og fullvissað var ekki það samfélag sem fagnaði þeim árangri sem það hafði náð við miðbik núverandi áætlunar á fjörutíu og einni ráðstefnu um gervallan heim! Þvílíkur reginmunur var ekki á samheldni þess og krafti í samanburði við ráðleysi og glundroða heims sem sogaðist inn í hringiðu kreppu! Þetta var sannarlega samfélag hinna glöðu og fagnandi sem Vörðurinn hafði talað um. Þetta var samfélag sem vissi af þeim volduga mætti sem því var gefinn til að vinna úr möguleikunum og gerði sér grein fyrir hlutverkinu sem því er ætlað í endurreisn hrynjandi heims. Þetta var samfélag á uppleið sem þrátt fyrir grimmilega kúgun í einum heimshluta reis óhikað og óttalaust upp sem sameinuð heild og jók getu sína til að ná markmiði Bahá‘u‘lláh um frelsun mannkyns undan oki hörmulegustu kúgunar. Í þeim hátt í áttatíu þúsund þátttakendum sem sóttu ráðstefnurnar sáum við hinn einstaka átrúenda ganga fram á svið sögunnar, algjörlega fullvissaðan um virkni aðferðanna sem áætlunin styðst við og ótrúlega leikinn í að beita þeim. Hver einasta sál þessa mikla mannhafs bar vitni umbreytandi afli trúarinnar. Hver og einn var vitnisburður um fyrirheit Bahá‘u‘lláh þess efnis að hann myndi aðstoða alla sem risu upp af sjálfleysi og einlægni til að þjóna honum. Í hverjum og einum mátti sjá votta fyrir þeim kynstofni manna, staðföstum og hugrökkum, hreinum og helguðum, sem fyrirhugað er að þróast kynslóð fram af kynslóð undir beinum áhrifum opinberunar Bahá‘u‘lláh. Í þeim sáum við fyrstu ummerki um uppfyllingu þeirrar vonar sem við létum í ljós í upphafi áætlunarinnar að uppbyggjandi áhrif trúarinnar myndu ná til hundruð þúsunda með tilstyrk þjálfunarferlisins. Allt bendir til þess að fjöldi markvissra vaxtaáætlana um heim allan verði kominn yfir 1000 í lok ridván tímans. Hvað getum við annað gert við upphaf þessarar mestu fagnaðarhátíðar en að lúta höfði í auðmýkt frammi fyrir Guði og færa honum þakkir fyrir óendanlega gjafmildi hans til handa samfélagi hins mesta nafns. Allsherjarhús réttvísinnar

 

Windows / Mac