Return   Facebook

The Universal House of Justice

Ridván 2004

To the Bahá’ís of the World

Dearly loved Friends,

Nú eru þrjú ár liðin af fimm ára áætluninni. Ferlið sem fór af stað í fjögurra ára áætluninni og styrktist og efldist með barnakennslu í tólf mánaða áætluninni, hefur notið hiklauss stuðnings undanfarin þrjú ár og er nú að uppfylla þær miklu væntingar sem gerðar voru í upphafi. Um allan heim styrkja þrjár stoðir áætlunarinnar – einstaklingarnir, samfélögin og stofnanirnar – starf hver annarar. Grunnþættir áætlunarinnar, námshringir, barnakennsla og helgistundir, hafa samtvinnast og stuðla að gagnkvæmri hvatningu, auknum þrótti og árangri á öllum öðrum sviðum bahá’í samfélagslífs. Unnið er að því að efla atgervissjóð samfélagsins og svæðisráð hafa brugðist við nýjum kröfum sem þessi aukni lífsþróttur gerði til þeirra.

Hæfileikarnir sem bahá’í samfélagið um heim allan hefur þroskað með sér í bahá’í barnakennslu eru sérlega hrífandi. Fyrstu skrefin í andlegri þjálfun stálpaðra krakka hafa verið farsæl. Vel gengur að flytja umdæmi af einu stigi á annað og á sama tíma bætist við í kjarnahóp yfirlýstra bahá’ía fjöldi fólks, sem ekki er enn bahá’íar en starfar af áhuga að grunnþáttum fimm ára áætlunarinnar. Nú þegar má greina í sumum þróuðum umdæmum skipulag sem á eftir að gera öran vöxt mögulegan. Meðan þjóðarráðin huga að þörfum allra umdæmanna hafa þau áttað sig á kostum þess að veita efnilegum forgangsumdæmum sérstaka athygli, hvatningu og þjálfun, uns sá mannauður sem skapaður hefur verið með atbeina þjálfunarstofnanna gerir þau að uppsprettu kerfisbundins vaxtar.

Eins og séð var fyrir hafa þjálfunarstofnanirnar orðið að gríðarlegum hvata til vaxtar. Þegar möguleikar og þarfir samfélagsins voru metin valdi meirihluti þjóðarráða að styðjast við námsefni sem Ruhí stofnunin þróaði og taldi það best svara þörfum áætlunarinnar. Þessu fylgir sá kostur að sama efni hefur verið þýtt á fjölmörg tungumál. Hvert sem bahá’íar ferðast eru trúsystkin þeirra að feta sama stíg og eru kunnug sömu bókum og aðferðum.

Hið sundraða alþjóðlega samfélag sem er margklofið vegna ólíkra viðhorfa og hagsmuna hefur orðið fyrir atlögu hryðjuverkahópa, lögleysu og spillingar og tærist upp af efnahagslegum mistökum, fátækt og sjúkdómum. Í miðri ringulreiðinni er bahá’í samfélagið stöðugt að verða sýnilegra, fyllt anda guðlegrar sýnar, grundvallað á traustum grunni, styrkt af þeim ferlum sem nú eru í gangi og lætur ekki bugast af lítilfjörlegum bakslögum. Fyrir ári sáum við dæmi um hæfni bahá´í samfélagsins um allan heim til að bregðast við óvæntum atburðum. Þegar aflýsa varð alþjóðlega bahá´í heimsþinginu vegna margþættrar hættu sem við blasti, fór kosning Allsherjarhúss réttvísinnar engu að síður fram og áætluninni var óhikað fram haldið. Þrátt fyrir þá upplausn og sundrung sem ríkir í Írak var engu að síður mögulegt að ná tali af bahá’íunum þar og endurreisa svæðisráðin. Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að nú á ridván verður þjóðarráðið í Írak endurreist eftir meira en þrjátíu ár harðrétti og kúgun og mun því fá sinn réttmæta sess í alþjóðlega bahá’í samfélaginu.

Það sem hin guðlega áætlun þarfnast nú er að við höldum áfram á sömu braut með krafti og trúartrausti, óbuguð í þeim stormum sem dynja á mannkyninu. Verið þess fullviss að hin blessaða fegurð mun leiða ykkur á þeirri braut og heilagir herskarar munu efla hverja þá viðleitni sem þið sýnið til að ryðja veginn fyrir málstað Bahá’u’lláh.

 

Windows / Mac