Return to BahaiPrayers.net
Facebook
Ó Guð minn! Ó Guð minn! Ég er þjónn sem laðast að Þér. Af auðmýkt nálgast ég dyr eindar Þinnar og bið til ríkis miskunnar Þinnar. Ó Guð minn, leyf mér að tilheyra Þér af heilum huga, að hugsa aðeins um Þig, logandi af eldi ástar Þinnar, aðskilinn frá öllu nema Þér, svo ég fái unnið að málstað Þínum, útbreitt visku Þína, flutt þekkingu Þína og miðlað gleðinni af að þekkja Þig.
Ó Guð minn, ég er logi sem hendur valds Þíns hafa kveikt. Lát ekki þennan loga slokkna í mótvindum prófrauna. Efl ást mína til Þín og aðdáun á fegurð eindar Þinnar. Kynd Þú bálið sem brennur innra með mér á Sínaí einstæðis Þíns, og vek eilífa lífið sem í mér blundar, með örlæti Þínu og náð.
Þú ert vörnin, verndarinn, hinn samúðarríki og miskunnsami.
- `Abdu'l-Bahá