Return to BahaiPrayers.net   Facebook

Lof sé Þér, ó Drottinn Guð minn! Ég bið Þig við þessa opinberun, sem hefur snúið myrkri í ljós, reist hið fjölsótta musteri, opinberað hina skráðu töflu og afhjúpað hið opna bókfell, að senda það niður yfir mig og þá, sem eru í félagsskap mínum, sem gerir okkur fært að stíga upp til himna yfirskilvitlegrar náðar Þinnar og hreinsar okkur af saurgun þeirra efasemda, sem aftrað hafa hinum tortryggnu frá því að stíga inn í tjaldbúð einingar Þinnar.

Ég er sá, ó Drottinn minn, sem haldið hef fast í taug ástríkis Þíns og tekið föstum höndum um klæðisfald miskunnar Þinnar og hylli. Ákvarða mér og ástvinum mínum gæði þessa heims og þess sem kemur. Gef þeim því hina huldu gjöf, sem Þú áformaðir hinum útvöldu meðal skepna Þinna.

Þetta eru þeir dagar, ó Drottinn minn, er Þú hefur boðið þjónum Þínum að halda föstuna. Sæll er sá, sem heldur föstuna einungis vegna Þín, fullkomlega fráhverfur öllu nema Þér. Hjálpa mér og hjálpa þeim, ó Drottinn minn, að hlýðnast Þér og halda boð Þín. Þú hefur vissulega vald til að gera það, sem Þér líst.

Enginn er Guð nema Þú, hinn alvitri, hinn alvísi. Allt lof sé Guði, Drottni allra veraldanna.

 


English  
ភាសាខ្មែរ  
አማርኛ.  
Afrikaans  
Alaska Native  
American Indian  
Azərbaycan  
Bahasa Indonesia  
Bahasa Malaysia  
Bidayuh  
Bosanski  
Canadian Indigenous  
Català  
Cebuano  
Česky  
Chamorro  
Chichewa  
Corsica  
Cymraeg  
Daga  
Dansk  
Deutsch  
Dzongkha  
Eesti  
Español  
Esperanto  
Euskara  
Fiji  
Filipino  
Føroyar  
Français  
Frysk  
Hausa  
Hawaiian  
Hiri Motu  
Hrvatski  
Irish  
Íslenska  
Italiano  
Kabyle  
Kalaallisut  
Kiribati  
Kiswahili  
Kreyol Ayisyen  
Kuanua  
Kube  
Latviešu  
Lëtzebuergesch  
Lietuvių  
Luganda  
Magyar  
Malagasy  
Malti  
Māori  
Marshallese  
Melpa  
Montenegrin  
Nalik  
Namibia  
Nederlands  
Norsk  
Papiamentu  
Polski  
Português (BR)  
România  
Sámi  
Samoan  
Sarawak  
Sesotho  
Shqip  
Slovenščina  
Slovensky  
Sranan Tongo  
Srpski српски  
Suomi  
Svenska  
Tetum  
Tiếng Việt  
Tok Pisin  
Tongan  
Türkmençe  
Tuvalu  
Vanuatu  
ελληνικά  
Беларускі  
български  
Кыргыз  
Монгол хэл  
Русский  
Тоҷикӣ  
Україна  
հայերեն  
اُردُو  
العربية  
فارسی  
नेपाली  
मराठी  
हिंदी  
বাংলা  
ગુજરાતી  
ଓଡ଼ିଆ  
தமிழ்  
తెలుగు  
ಕನ್ನಡ  
മലയാളം  
ภาษาไทย  
ພາສາລາວ  
한국어  
日本語  
简体中文  
繁體中文  
Windows / Mac