Return to BahaiPrayers.net
Facebook
Lof sé Þér, ó Drottinn Guð minn! Ég bið Þig við þessa opinberun, sem hefur snúið myrkri í ljós, reist hið fjölsótta musteri, opinberað hina skráðu töflu og afhjúpað hið opna bókfell, að senda það niður yfir mig og þá, sem eru í félagsskap mínum, sem gerir okkur fært að stíga upp til himna yfirskilvitlegrar náðar Þinnar og hreinsar okkur af saurgun þeirra efasemda, sem aftrað hafa hinum tortryggnu frá því að stíga inn í tjaldbúð einingar Þinnar.
Ég er sá, ó Drottinn minn, sem haldið hef fast í taug ástríkis Þíns og tekið föstum höndum um klæðisfald miskunnar Þinnar og hylli. Ákvarða mér og ástvinum mínum gæði þessa heims og þess sem kemur. Gef þeim því hina huldu gjöf, sem Þú áformaðir hinum útvöldu meðal skepna Þinna.
Þetta eru þeir dagar, ó Drottinn minn, er Þú hefur boðið þjónum Þínum að halda föstuna. Sæll er sá, sem heldur föstuna einungis vegna Þín, fullkomlega fráhverfur öllu nema Þér. Hjálpa mér og hjálpa þeim, ó Drottinn minn, að hlýðnast Þér og halda boð Þín. Þú hefur vissulega vald til að gera það, sem Þér líst.
Enginn er Guð nema Þú, hinn alvitri, hinn alvísi. Allt lof sé Guði, Drottni allra veraldanna.
- Bahá'u'lláh