Return   Facebook

The Universal House of Justice

Ridván 2002

To the Bahá’ís of the World

Dearly loved Friends,

Mikill fjöldi viðburða innan og utan trúarinnar í upphafi fimmta skeiðs mótunaraldarinnar birtir sýn sem vekur lotningu okkar. Innan trúarinnar stafaði ljóma af sögulegu gildi þess þegar stallarnir á Karmelfjalli voru opnaðir í maí, þar sem áhrifanna gætti strax í sjónvarpssendingum um gervitungl um allan heim. Þetta er sá bahá’í viðburður sem hefur fengið mestu umfjöllun fjölmiðla frá upphafi. Þegar síðustu sannanirnar í hinni augljósu opinberun á töflu Karmels voru lagðar fram í hrífandi glæsileika, fram fyrir augsýn heimsins, reis málstaður Bahá’u’lláh til nýrra hæða í áframhaldandi birtingu sinni. Þar með voru óafmáanleg áhrif skráð í annála opinberunarinnar.

Þessi staðfesting út á við sem sýndi kraftinn sem knýr okkar óbugandi trú hefur átt mótvægi í innri kröftum sem fóru í gang á síðasta Ridván, þegar fimm ára áætluninni var hleypt af stokkunum. Þess vegna bjóðum við fulltrúum á landsþingum og öllum öðrum átrúendum Bahá’u’lláh um allan heim að sameinast okkur í að íhuga nokkra áhrifamikla hápunkta í framkvæmd á fyrsta ári áætlunarinnar, hápunkta sem geta ekki annað en glatt hjörtu okkar og vakið traust okkar á hinum ómældu möguleikum þeirrar stefnu sem áætluninni er sett.

Andleg þjóðarráð brugðust af krafti við kröfum hennar og héldu skipulagsfundi með álfuráðgjöfunum bæði fyrir og strax eftir Ridván. Þau gáfu taktinn fyrir kraftmikið upphaf sem einkennist af aðgerðum til að virkja nýja þætti í hópinngönguferlinu. Í hverju landi byrjuðu bahá’í stofnanirnar kerfisbundið að kortleggja landið með það að markmiði að skipta því upp í svæði, þannig að stærð og samsetning hvers svæðis hæfði vaxtar- og þróunarverkefnum sem væru viðráðanleg. Slík kortlagning, sem hefur nú þegar verið unnin í 150 löndum, gerir það kleift að sjá mynstur vel skipulagðrar útbreiðslu og treystingar. Þannig skapast líka sjónarhorn eða sýn á kerfisbundinn vöxt, frá einu svæði til annars um landið þvert og endilangt. Með þessari sýn, munu óopnuð svæði verða markmið fyrir brautryðjendur á heimaslóðum, eins og landsvæði voru í fyrri áætlunum, en opin svæði einbeita sér að eigin framþróun sem borin er af samtvinnuðu starfi þeirra þriggja aðila sem áætlunin stendur á, einstaklingunum, stofnununum og samfélaginu. Það er afar hvetjandi að sjá að framþróun þessa verks fær kraft frá starfi þjálfunarstofnana, sem hefur styrkst mjög á liðnu ári, vegna herferða í mörgum löndum til að fjölga leiðbeinendum. Þar sem að þjálfunarstofnun er orðin föst í sessi og stöðugt starfandi hefur þrenns konar meginstarfsemi - námshringjum, helgistundum og barnakennslu - vaxið fiskur um hrygg á tiltölulega auðveldan hátt. Reyndar hefur aukin þátttaka leitenda í þessari starfsemi, í boði bahá’í vina þeirra, aukið tilgang hennar og hefur þar af leiðandi áhrif á skráningar. Hér er vissulega leið sem lofar góðu fyrir kennslu trúarinnar. Þessi megin starfsemi sem í fyrstu var komið á fót til hagsbóta fyrir átrúendurna sjálfa, er að verða eðlilegar gáttir fyrir inngöngu í hópum. Með því að samlaga námshringi, helgistundir og barnakennslu annarri starfsemi á hverju svæði er fyrirmynd stöðugrar starfsemi komið á laggirnar og er nú þegar farið að sína kærkominn árangur. Við erum sannfærðir um að ómældir möguleikar fyrir framþróun málstaðarins felast í að þessi fyrirmynd verði tekin í notkun um allan heim.

Þessar spennandi framtíðarhorfur voru gerðar aðgengilegri vegna þeirrar gríðarlegu orku sem Alþjóða kennslumiðstöðin setti í að auka skilning heimssamfélagsins á kerfisbundnum vexti. Kennslumiðstöðin greip tækifærið þegar nýtt þjónustutímabil aðstoðarráðgjafanna hófst og kallaði til sextán svæðiskynningarfunda sem haldnir voru síðustu mánuði ársins. Kennslumiðstöðin sendi tvo meðlimi sína á hvern þessara funda. Þar voru ,,þjálfunarstofnunin og kerfisbundinn vöxtur” í brennidepli og fram komu kynstur af upplýsingum. Með það veganesti munu aðstoðarráðgjafarnir sem nánast allir sóttu þessa fundi hafa djúp áhrif á allt samfélagið með þrotlausri vinnu sinni. Samfélag sem er svo ríkulega búið, með svo mikla reynslu, svo sameinað um guðlega innblásna áætlun, horfir á heiminn í kringum sig og sér að íbúarnir hafa sokkið enn dýpra í fen margvíslegrar ógæfu eftir viðburðurinn í Landinu helga í maí 2001. Og samt er það einmitt við þessi að því er virðast óblíðu skilyrði sem málstaðnum er ætlað að vaxa og hann mun dafna. The Summons of the Lord of the Hosts, hin nýútgefna enska þýðing á öllum töflum Bahá’u’lláh til konunga og stjórnenda heimsins, kemur sem vinsamleg áminning um skelfilegar afleiðingar þess að leiða hjá sér varnaðarorð hans gegn óréttlæti, ógnarstjórn og spillingu. Heiftarleg áföllin sem samviska fólks hefur mátt þola hvarvetna, undirstrika hversu aðkallandi sú bót er sem hann mælti fyrir um.

Við, hinar dreifðu sveitir trúrra þjóna hans, erum þannig aftur að lifa tíma ómótstæðilegra tækifæra—tækifæra til að kenna málstað hans, byggja upp undursamlegt kerfi hans og veita með fórnalund þau efnislegu meðul sem þróun og framkvæmd hins andlega starfs byggir á.

Okkar óumflýjanlega verkefni er að notfæra okkur núverandi upplausn, án hiks eða ótta, til að breiða út og sýna hina umbreytandi dyggð eina boðskaparins sem getur tryggt frið í heiminum. Hefur hin blessaða fegurð ekki umlukið okkur og staðfest með máttugum orðum sínum? ,,Látið ekki atburði heimsins hryggja ykkur”, er elskandi ráðlegging hans. ,,Ég sver við Guð” heldur hann áfram, ,,haf gleðinnar þráir návist ykkar, því allt gott hefur verið skapað ykkur til handa og verður birt ykkur samkvæmt þörfum hvers tíma”. Óheft af nokkrum efa, óhindruð af nokkurri fyrirstöðu, haldið því áfram með áætlunina í hönd.

 

Windows / Mac